
Bæjarskrifstofu hafa borist nokkrar fyrirspurnir vegna fyrirkomulags sorphirðu en einhverjum hefur fundist að bæði græna og gráa tunnan væru losaðar í sama bílinn og því væri flokkun með öllu óþörf.
Í ljósi þessa er rétt að eftirfarandi komi fram:
Gámaþjónustan getur safnað tveimur tegundum af úrgangi eða endurvinnsluefnum í sama bíl, þar sem bílarnir eru tvískiptir eins og...