
Eins og margir hafa orðið varir við hafa ýmsir einstaklingar, bæði hér í bæ og út um land slegið tvær flugur í einu höggi og sameinað líkamsrækt og umhverfisvernd með því að safna rusli á hlaupum.
Plokkið eins og það er kallað er að ryðja sér til rúms víða og ætlum við Hvergerðingar þar ekki að vera eftirbátar annarra!
Því hefur verið ákveðið að efna til plokkhátíðar á...