
Sýning Leikfélags Hveragerðis, Naktir í náttúrunni var valin áhugaverðasta sýning áhugaleikfélaga á landinu. Þeirri útnefningu fylgir sá heiður að fá að sýna eina sýningu í Þjóðleikhúsinu og verður sýningin þann 15. Júní kl 19.30.
Leikfélaginu og leikurum þess er sýndur mikill heiður og sómi með þessu vali og verður sýningin í Þjóðleikhúsinu án vafa hápunktur margra á listaferlinum ...