
Í tilefni af Blómstrandi dögum verður spennandi sirkusskóli fyrir krakkaá vegum Sirkus Íslands fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. ágúst frá kl. 15 - 18.
Krakkarnir fá tækifæri til þess að læra hinar ýmsu sirkuskúnstir svo sem jafnvægislistir, línudans, gripl (juggling), húlla og fleira. Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda með reyndum þjálfurum sem hafa æft og kennt sirkuslistir í áraraðir.
Athugið að það er takmarkað pláss, 20 krakkar.
Skráning og upplýsingar á bæjarskrifstofu í s. 483 4000 fyrir 10. ágúst
Þátttökugjald kr. 5000