Sunnudaginn 31. ágúst kl. 15 mun Margrét Elísabet Ólafsdóttir sýningarstjóri Snertipunkta ræða við gesti um verkin á sýningunni sem eru eftir listamennina Önnu Eyjólfsdóttur, Birgi Snæbjörn Birgisson, Helga Hjaltalín Eyjólfsson, Helga Þorgils Friðjónsson, Ragnhildi Stefánsdóttur, Þórdísi Öldu Sigurðardóttur og Þuríði Sigurðardóttur.