Bókasafnið vill láta vita af því að prjónakaffið sem vera átti fyrsta mánudag í janúar er frestað til mánudagskvöldsins 13. janúar kl. 20-22 vegna óska nokkurra prjónakvenna. Mánudagurinn 6. janúar er auðvitað þrettándinn og þá gera margir eitthvað sér til gamans, svo það var sjálfsagt að bregðast við þessum óskum.
↧