
Jólaljósin eru farin að ljóma um allan bæ og verður haldið í hefðir í Hveragerði um aðventuna. Viðburðadagatalið er komið í hús bæjarbúa og verður margt skemmtilegt á dagskránni eins og undanfarin ár. Kveikt verður á jólatré bæjarins í Smágörðunum við hátíðlega athöfn kl 17, fyrsta sunnudag í aðventu, næstkomandi sunnudag.