
Framkvæmdir við lagningu fráveitulagna að sundlauginni í Laugaskarði eru nú vel á veg komnar. Umfang verksins er nokkru meira en ráð var fyrir gert aðallega vegna mikillar klappar í lagnastæði og erfiðra aðstæðna í stétt framan við sundlaugarhúsið. Stefnt er þó að því að opna sundlaugina aftur laugardaginn 27. apríl nk.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag, 19. apríl. Þær sýna vel erfiðar aðstæður við sundlaugina.