Quantcast
Channel: Hveragerði
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1772

Umhverfisverðlaunin til nemenda 7. bekkjar

$
0
0

Nemendur í 7. bekk hljóta umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar árið 2018. í um þrjá áratugi hafa ungmenni í 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði tínt rusl í bæjarfélaginu mánaðarlega og fengið fyrir það peninga sem runnið hafa í ferðasjóð. Þessi hefð ungmenna hér í Hveragerði er einstök og gerir það að verkum að mun snyrtilegra er um að litast í bænum en annars yrði. Öll ungmenni bæjarins taka þátt í þessu verkefni og læra þannig frá fyrstu hendi að sé rusli fleygt á víðavang þarf einhver annar að taka það upp. Það er góður lærdómur.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1772