Það er nauðsynlegt að skrá börniná sumarnámskeiðin því ekki er tekið við þeim börnum sem eru óskráð. Aðeins 12 börn voru skráð á ævintýranámskeiðið sem hófst síðastliðinn mánudag. Í gær komu um 35 börn og var ástandið ekki gott með 2 verkefnastjóra og 2 til aðstoðar. Nú er námskeið 1 fullt og verður ekki tekið við fleirum.
Foreldrar verða að sýna þá ábyrgð að mæta ekki með börn sem er ekki búið að skrá. Allt skipulag námskeiðsins riðlaðist því ekki var gert ráð fyrir þessum mikla fjölda sem kom í gær og skapast ákveðin hætta þegar svo mörg börn eru á fárra ábyrgð.
Skráning og upplýsingar eru í móttöku Hveragerðisbæjar í síma 483 4000.
Námskeið 2 hefst 20. júní og minnum við á að aðeins þau börn sem eru skráð komast að. Hámarksfjöldi á námskeið er um 25 börn.